Fréttir

Framúrskarandi fyrirtæki 2014

Set hefur nú útnefnt eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2014. Set er á meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem standast kröfur Creditinfo við styrkleikamat. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsfólki þennan frábæra árangur.

Endurnýjun á Reykjaæðum

Orkuveita Reykjavíkur hefur undanfarin ár unnið að endurnýjun á Reykjaæðum. Reykjaæðar liggja frá jarðhitasvæðunum að Reykjum og Reykjahlíð í Mosfellsbæ að vatnsgeymunum í Öskjuhlíð. Um er að ræða hitaveitulögn frá árinu 1943 sem hefur séð borgarbúum fyrir heitu vatni í yfir 70 ár. Endurnýjun á lögninni hófst í raun árið 1997 og hefur staðið yfir með hléum frá þeim tíma.

Einnig á sér stað endurnýjun á hluta af gömlu HAB veitunni (Hitaveita Akranes og Borgarnes). Um er að ræða 400 mm asbestlögn frá árinu 1979 sem hefur verið bilanagjörn en búið er að endurnýja hana að hluta. Hún liggur frá Deildartunguhver og að Akranesi með mörgum notendum, stærstir eru Bæjarsveit, Hvanneyri, Borgarnes og að sjálfsögðu Akranes.

Set mótið

SET-mótið var haldið í fyrsta skipti á Selfossi um helgina og gekk vonum framar. Strákar á yngra ári 6. flokks spiluðu bæði á laugardag og sunnudag og stóðu sig eins og hetjur.

EnglishGermanDanish