Fréttir

Samstarfssamningar OR og Set undirritaðir

Fyrir stuttu voru undirritaðir samningar á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Set ehf. um vörukaup í samræmi við útboð sem fram fóru á síðasta ári, 2015. Annars vegar er um að ræða afhendingar á hitaveiturörum fyrir OR-Veitur og hins vegar afhendingar á ídráttarrörum fyrir gagnaveitu OR.

Set mun framleiða og geyma efni sem Orkuveitan getur gengið að með stuttum fyrirvara. Þannig getur Set aukið lagereign sína og um leið aukið innkaup sem mun gagnast öllum veitufyrirtækjum landsins. Því eru samningarnir báðum fyrirtækjum mjög mikilvægir, en þeir eru til þriggja ára og eru jafnframt framlengjanlegir til tveggja ára til viðbótar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Örn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og tæknisviðs Set, og Kenneth Breiðfjörð, forstöðumann innkaupa- og rekstrarþjónustu Orkuveitu Reykjavíkur, undirrita samningana.

Fulltrúar Set á sýningu í Þýskalandi

Dagana 19. – 21. apríl var sýningin En+EFF á vegum þýska Fjarvermasambandsins AGFW haldin í Frankfurt í Þýskalandi, en sambandið stendur fyrir sýningum annað hvert ár í tengslum við ársþing sambandsins.

Fulltrúar Set hafa kynnt vörur fyrirtækisins á þessum viðburðum frá árinu 2008 og var þetta því í fimmta skiptið sem Set var með bás á sýningunni.

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set, fór fyrir hópnum en ásamt honum stóðu Louise Harrison, inn- og útflutningsfulltrúi Set, og Heinrich Trappmann, sölumaður Set Pipes í Þýskalandi, vaktina á bás Set.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningunni.

Samanburður á styrkleika mismunandi PEX efna

Mikill munur er á eiginleikum, styrk og gæðum á krossbundnum plaströrum úr Polyethelyne hráefni.

Set notar eingöngu PEX rör af A gerð sem innra flutningsrör í Elipex vörulínu fyrirtækisins. Hinir misjöfnu eiginleikar eru viðskiptamönnum fyrirtækisins þó ljósir, einkum vegna þess að plaströrin sem Set notar eru þau bestu en jafnframt dýrari í vinnslu. Krossbundin Polyethelyne rör hafa skammstöfunina PEX sem vísar til PE með krossbindingu X. Framleiðsluaðferðirnar sem notaðar eru til að mynda hliðartengingar, PE fjölliðunnar eru mismunandi en þær eru í meginatriðum þrjár; A, B, og C. sem þær eru auðkenndar eftir.

Pex rör framleidd með A aðferðinni eru einu rörin sem öðlast krossbindingu beint í framleiðsluferlinu. Mjög fáir framleiðendur hafa yfir þeirri framleiðslutækni að ráða og er samstarfsfyrirtæki Set Rehau AG í Þýskalandi þeirra langfremst og með lengsta sögu. Samspil íblöndunarefna og geislameðhöndlun beint í framleiðsluferlinu gefur bestu fáanlegu hliðarbindingu sameinda fjölliðanna og eru rörin þrátt fyrir að vera mýkri og þjálli í tengingum og lagnavinnu með miklu hærra hlutfall krossbundinna einda í efninu en rör framleidd með aðferðum B og C.

Vissir efnahvatar eru notaðir við allar aðferðirnar en aðferð B, er einföldust í vinnslu og því lang flestir framleiðendur í heiminum á slíkum rörum. Þau rör eru hins vegar harðari og taka ekki að mynda krossbindingu fyrr en þau hafa verið geymd í hita, t.d. gufuklefum í langan tíma.

Í framleiðslu á sveigjanlegum plasthitaveiturörum hefur Set keppt við innflutta framleiðslu; rör sem hafa jafnvel ekki verið meðhöndluð með fyrrnefndri aðferð og krossbinding hefst ekki fyrr en eftir að heitu vatni er hleypt á lagnakerfið. Aðferð C er hliðstæð B nema hvað pípurnar eru meðhöndlaðar eftir framleiðslu með sérstakri geislameðferð að framleiðslu lokinni, en mjög fáar slíkar stöðvar eru starfræktar í dag. PEX plaströr eru því ekki eins að stofni og uppruna og fyrir væntanlega notendur er vert að huga að yfirburðum PEX-A röra með tilliti til langtímahita- og þrýstingsþols og ekki síður styrkleika gagnvart hnjaski og aflögun í meðförum.

Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Creditinfo hefur veitt Set ehf. viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki 2015“.
Set er eitt af 684 fyrirtækjum sem hlutu þessa viðurkenningu í ár meðal 1,9 % fyrirtækja landsins.
Við erum sem fyrr stolt af árangri okkar.

Öskudagur í Set 2015

Öskudagsfjörið er byrjað hjá okkur og grímuklæddir krakkar farnir að streyma inn. Margir syngja Gamla Nóa og önnur svipuð lög. Sumir eru með frumsamda texta við þekkt lög og aðrir hafa lagt það á sig að semja lög frá grunni.

Birna Björnsdóttir, móttökuritari tekur á móti þessum skemmtilegu gestum en uppáhalds öskudagslagið hennar er Let It Go úr Disneymyndinni Frozen.

Hér munum við setja inn myndir af krökkunum.

Góðir gestir á bolludag

Á bolludag fengum við góða gesti í heimsókn en þá komu stúlkur úr 7. bekk í Sunnulækjarskóla og kynntust starfsemi okkar. Í lok heimsóknarinnar fengu gestirnir derhúfu og rjómabollur við mikinn fögnuð.

Við þökkum þessum skemmtilegu gestum fyrir komuna.

Framúrskarandi fyrirtæki 2014

Set hefur nú útnefnt eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2014. Set er á meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem standast kröfur Creditinfo við styrkleikamat. Við þökkum viðskiptavinum okkar og starfsfólki þennan frábæra árangur.

Endurnýjun á Reykjaæðum

Orkuveita Reykjavíkur hefur undanfarin ár unnið að endurnýjun á Reykjaæðum. Reykjaæðar liggja frá jarðhitasvæðunum að Reykjum og Reykjahlíð í Mosfellsbæ að vatnsgeymunum í Öskjuhlíð. Um er að ræða hitaveitulögn frá árinu 1943 sem hefur séð borgarbúum fyrir heitu vatni í yfir 70 ár. Endurnýjun á lögninni hófst í raun árið 1997 og hefur staðið yfir með hléum frá þeim tíma.

Einnig á sér stað endurnýjun á hluta af gömlu HAB veitunni (Hitaveita Akranes og Borgarnes). Um er að ræða 400 mm asbestlögn frá árinu 1979 sem hefur verið bilanagjörn en búið er að endurnýja hana að hluta. Hún liggur frá Deildartunguhver og að Akranesi með mörgum notendum, stærstir eru Bæjarsveit, Hvanneyri, Borgarnes og að sjálfsögðu Akranes.

Set mótið

SET-mótið var haldið í fyrsta skipti á Selfossi um helgina og gekk vonum framar. Strákar á yngra ári 6. flokks spiluðu bæði á laugardag og sunnudag og stóðu sig eins og hetjur.

EnglishGermanDanish