image Samskeytalausnir Mittel kynntar viðskiptavinum Set image Forstjórinn eldar fyrir starfsfólk

Nafn

Netfang

Erindi

Skilaboð

Ánægja með kynningardag Georg Fischer á Selfossi

Kynningardagur helgaður vörum og þjónustu vatnsveituhluta svissneska lagnafyrirtækisins Georg Fischer var haldinn í höfuðstöðvum Set á Selfossi fimmtudaginn 16. desember. Fulltrúar frá söluskrifstofu Georg Fischer í Danmörku mættu til landsins til að sjá um kynninguna, þeir Kim Blicker, yfirmaður dönsku söluskrifstofunnar, og Lennart Mårtensson, sérfræðingur á vatnsveitusviði.

Alls voru 25 þátttakendur á kynningardeginum, aðallega yfirmenn og starfsmenn vatnsveita víðsvegar af landinu og verktakar á sviði vatnsveitu. Hópurinn fékk ítarlega og umfangsmikla kynningu á vörum Georg Fischer og á nýrri tækni fyrirtækisins í spegil- og rafsuðu.

Að lokum fékk hópurinn ítarlega kynningu á alhliða lausnum Set í vatnsveituefnum. Þeir Örn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og tæknisviðs Set, Grétar Halldórsson, sölu- og tækniráðgjafi, Valdimar Hjaltason, verkefnastjóri í tækni- og gæðamálum, og Benedikt Rafnsson, aðstoðar verkefnastjóri, sáu um kynninguna fyrir hönd Set röraverksmiðju.  Mikil ánægja var á meðal þátttakenda og sýndu þeir kynningunni, vörunum og þjónustunni mikinn áhuga.

Samstarf Set röraverksmiðju og Georg Fischer nær aftur til ársins 1998, en fyrirtækið er eitt stærsta í heimi á sviði lagna og röra.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á kynningardeginum, á fyrirlestri sem Kim Blicker hélt fyrir hópinn, á sýnilegri kynningu Lennart Mårtensson og kynningunni á heildar lausnum Set.

EnglishGerman