Um fyrirtækið

Set var stofnað árið 1978 þegar fyrirtækið sem áður var Steypuiðjan hóf framleiðslu á einangruðum stálpípum. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi.

Vöruflokkar

Aðalvöruflokkar Set eru hitaveituefni, vatnsveituefni, fráveituefni og hlífðarrör en undir þá flokka falla flest allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og flytur inn. Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is

Þjónustudeild

Þjónustudeild Set hefur vaxið mikið á undanförnum árum en deildin tekur að sér hin ýmsu verkefni í samsuðu og tengingum á lögnum. Starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu af lagnamarkaðnum og vörum frá Set veitir faglega og trausta þjónustu.Hið árlega Set mót í fótbolta er ört vaxandi viðburður

Set mótið var haldið á Selfossi helgina 13-14. júní sl. en það hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður í bæjarfélaginu frá því það hófst 2014. Mótið sækja tveir árgangar 6. flokks drengja. Skráðir þátttakendur voru 760 frá 31 knattspyrnufélagi en alls léku 127 lið í 12 riðlum á 18 keppinsvöllum. Stöðugur vöxtur hefur…

Stofnun sölufyrirtækis í Danmörku

Set hefur stofnað nýtt sölufyrirtæki í Danmörku Set Pipes AS sem ætlað er að þjóna markaðstarfi félagsins á norðurlöndunum. Kim Stubbergaard Reese mun veita félaginu forstöðu en söluskrifstofan er í Frederikshavn á norður Jótlandi. Í tilkynningu um stofnun Set Pipes AS á LinkedIn kemur fram að Set hafi mikla vörubreidd, langa reynslu og tæknilega getu…

Heimsókn frá iðn- og starfsnámsbrautum Fjölbrautaskóla Suðurlands

Nemendur og kennarar á iðn- og starfsnámsbrautum í Fjölbrautaskóla Suðurlands sóttu Set heim föstudaginn 24. janúar sl. Heimsóknin var hluti af fræðslu nemenda um öryggismál, vinnuvernd og vinnuumhverfi. Fulltrúar Set kynntu starfsemina og sögu fyrirtækjanna við Eyraveg í fimm áratugi. Elías Örn Einarsson hefur verið í forystu stjórnenda Set í öryggismálum en hann fór yfir helstu áherslur…


EnglishGermanDanish