Velkomin Set röraframleiðsla Hitaveituefni Vatnsveituefni Fráveituefni Hlífðarrör Verkfæri Árlegar fréttir af starfsemi fyrirtækisins Set fréttir 2019 Smelltu hér til þess að lesa blaðið
Um fyrirtækið

Set var stofnað árið 1978 þegar fyrirtækið sem áður var Steypuiðjan hóf framleiðslu á einangruðum stálpípum. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi.

Vöruflokkar

Aðalvöruflokkar Set eru hitaveituefni, vatnsveituefni, fráveituefni og hlífðarrör en undir þá flokka falla flest allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og flytur inn. Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is

Þjónustudeild

Þjónustudeild Set hefur vaxið mikið á undanförnum árum en deildin tekur að sér hin ýmsu verkefni í samsuðu og tengingum á lögnum. Starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu af lagnamarkaðnum og vörum frá Set veitir faglega og trausta þjónustu.Framúrskarandi fyrirtæki 2021

Set hefur eins og frá upphafi viðurkenningar Creditinfo fyrir framúrskarandi fyrirtæki, hlotið viðurkenninguna í ár. Til grundvallar liggja tölur úr rekstri fyrirtækisins árið 2020 en það ár verður að teljast það besta hingað til hvað veltu og afkomu varðar. Mitt í því ástandi sem Covid vandinn olli, erfiðleikum við öflun aðfanga, verðhækkunum, truflunum á flutningum…

Set hefur fest kaup á fyrirtækinu Dælur og þjónusta

Set hefur fest kaup á fyrirtækinu Dælur og þjónusta sem nú síðast var í eigu Ísfells. Dælur og þjónusta er gamalgróið fyrirtæki sem þjónað hefur innlendum markaði í fjölmörgum atvinnugreinum. Hjalti Þorsteinsson starfaði lengi hjá Dælum og þjónustu en hefur nú verið ráðinn sölu og rekstrarstjóri í vöruhúsi Set í Reykjavík. Set mun bjóða upp…

Set mótið var haldið á Selfossi helgina 12. til 13. júní

Mótið sem er fyrir yngra árið í 6.flokki drengja var fyrst haldið árið 2014 en þá var keppt í þremur deildum. Nú var keppt í tólf deildum, þátttakendur voru alls 850 og spilað var á 21. velli á glæsilegu íþróttasvæði Selfyssinga. Þetta er langstærsta fjölliðamót sem Selfyssingar hafa haldið og alls tóku þátt 135 lið…


EnglishGermanDanish