Fréttir

Ostaformin hönnuð úr Set vatnsrörum

[vc_row][vc_column width=”1/2″][vc_column_text]Mjólkurvöruframleiðandinn Bio-bú, sem framleiðir mjólkurvörur úr lífrænni mjólk, notar vatnsrör frá Set til þess að framleiða form fyrir ostaframleiðsluna. Selfyssingarnir og bræðurnir Helgi Rafn og Sverrir Örn Gunnarssynir eru háttsettir innan fyrirtækisins, en Sverrir vann fjögur sumur hjá Set þegar hann var yngri. Hann segir að hringlaga ostar hafi lengi verið í uppáhaldi hjá honum, en þegar hann hóf sjálfur að framleiða osta fann hann hvergi form sem hentuðu.

Þá voru góð ráð dýr og því ákvað hann spyrja sérfræðing í framleiðslu osta hvort þeir gætu hannað og framleitt þessi ostaform sjálfir. Sérfræðingurinn sagði það vera lítið mál og eftir að reynslu sína hjá Set vissi hann að þar væri að finna mögulega lausn. „Svo ég keypt vatnsrör frá Set og þau virkuðu svona líka vel,“ segir Sverrir Örn sem útbjó svo rörin þannig að þau hentuðu ostaframleiðslunni. Auk þess hafi rörin frá Set verið margfalt ódýrari en að kaupa tilbúin ostaform.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/2″][grve_single_image image=”3853″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text]Osturinn kallast Búlands havarti og er fyrirmynd hans frá Danmörku þar sem hann kallast Fløde Havarti. Búlands havarti er 36% feitur ostur sem er hringlaga og sjálf-pressaður. Samskonar ostur hefur ekki verið fáanlegur á Íslandi og því fannst Sverri tilvalið að ráðast framleiðslu á honum þar sem danski osturinn var í miklu uppáhaldi hjá honum þegar hann bjó þar í landi.

Set röraverksmiðja fagnar því að fólk finni óhefðbundnar leiðir til þess að nýta vörur fyrirtækisins til góða, ekki síst þegar þær eru notaðar í vöruþróun eins og þá sem Bio-bú vinnur að.

Á myndinni hér fyrir ofan eru þeir bræður, Helgi og Sverrir, í framleiðslurými Bio-bú með Set vatnsröra-ostaforminn.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]