Fréttir

Hið árlega Set mót í fótbolta er ört vaxandi viðburður

Set mótið var haldið á Selfossi helgina 13-14. júní sl. en það hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður í bæjarfélaginu frá því það hófst 2014. Mótið sækja tveir árgangar 6. flokks drengja. Skráðir þátttakendur voru 760 frá 31 knattspyrnufélagi en alls léku 127 lið í 12 riðlum á 18 keppinsvöllum. Stöðugur vöxtur hefur verið í fjölda þáttakenda en aðstaðan á Selfossi og skipulag mótsins þykir til mikillar fyrirmyndar. Mjög margir aðilar leggja fram vinnu sína og sem dæmi um umfangið voru rúmlega fimmtíu dómarar við störf sem dæmdu tæplega 700 leiki. Í heildina komu allt að hundrað manns að framkvæmdinni.
Mikill fjöldi fólks sækir viðburðinn, leikmenn foreldrar og aðstandendur og það hefur auðvitað jákvæð áhrif á umsvif í bæjarfélaginu. Sem fyrr voru veitt þrenn verðlaun fyrir úrslit í hverjum riðli en nánari upplýsingar um úrslit er að finna á Facebook síðu mótsins. Þátttakendur fengu einnig gjafir sem í ár voru íþróttapoki og fótbolti. Set ehf. þakkar Knattspyrnudeildinni fyrir gott samstarf og við viljum einnig þakka þátttakendum, foreldrum, stuðningsfólki og öðrum gestum sem komu á mótið.

Stofnun sölufyrirtækis í Danmörku

Set hefur stofnað nýtt sölufyrirtæki í Danmörku Set Pipes AS sem ætlað er að þjóna markaðstarfi félagsins á norðurlöndunum. Kim Stubbergaard Reese mun veita félaginu forstöðu en söluskrifstofan er í Frederikshavn á norður Jótlandi.

Í tilkynningu um stofnun Set Pipes AS á LinkedIn kemur fram að Set hafi mikla vörubreidd, langa reynslu og tæknilega getu til að takast á við verkefni á lagnasviði í verksmiðjum fyrirtækisins á Íslandi, á Selfossi en ekki síður á meginlandinu með vinnslu á einangruðum stálrörum hjá Set Pipes GmbH í Haltern am See í Þýskalandi.
Set bjóði lausnir í lagnaefni fyrir fjarvarma, vatns og fráveitur, ljósleiðara og kerfi fyrir iðnað og kæliveitur. Síðast og ekki síst mun Set geta boðið nýja gerð af einangruðum plaströrum frá nýrri framleiðslulínu í Þýskalandi sem unnið hefur verið að þróun á undanfarin ár og þykir taka flestu fram af sambærilegu efni á markaðnum hvað sveigjanleika, beygju og álagsþol varðar og hefur einstakt einangrunargildi gegn hitatapi í fjarvarmakerfum. Stjórnendur og starfsfólk Set binda miklar vonir við þessa nálgun við norðurlöndin og eru stolt af stofnun Set Pipes AS.

Neyðarkall björgunarsveitanna er mættur í hús

Heiða Jóhannsdóttir tók á móti Neyðarkalli björgunarsveitanna fyrir hönd Set af þeim Sveini Ægi Birgissyni og Jóhanni Valgeiri Helgasyni. Set hefur stutt starf björgunarsveitanna um árabil. 
Hjá Set starfa einnig meðlimir sveitanna og kunnátta þeirra hefur nýst Set við úrlausn flókinna og krefjandi verkefna á fjarlægum stöðum, m.a. á Grænlandi í sumar þar sem unnið var við mjög krefjandi aðstæður. Set ehf. þakkar björgunarfélagi Árborgar gott samstarf á liðnum árum.

Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Sjöunda árið í röð hlotnast Set ehf. viðurkenning Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki. Það er sannarlega ánægjulegt fyrir stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins að viðhalda þeirri stöðu. Tertan sem Íslandsbanki færði starfsfólki Set í tilefni dagsins er einnig viss viðurkenning fyrir góðan árangur.

Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

Nánari upplýsingar um hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi má finna á síðu Creditinfo.

Set-mótið á Selfossi

Set-mótið var haldið á Selfossi Hvítasunnuhelgina, 7-9. júní sl. Mótið sem er fyrir 6 flokk drengja var fyrst haldið árið 2014 en þá var keppt í þremur deildum. Nú var keppt í tíu deildum og þátttakendur voru alls 630. Spilað var á átta keppnisvöllum. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið jafnt og þétt með hverju ári en á þriðja þúsund manns dvöldu á Selfossi þann tíma sem mótið stóð yfir.  Sumarhátíðin Kótilettan hleypti miklu lífi í mannlífið þá daga sem mótið fór fram og mjög gott veður alla helgina gerði heimsókn þátttakenda og fjölskyldna enn eftirminnilegri. Knattspyrnudeild Ungmennafélags Selfoss og Set ehf. vilja þakka þátttakendum, foreldrum, stuðningsfólki og þeim sem komu að framkvæmdinni fyrir góða og skemmtilega helgi. Áfram Selfoss!

Terta frá Íslandsbanka

Í tilefni af viðurkenningu Creditinfo á Set sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018 birtust þeir Jón Rúnar Bjarnason útibússtjóriÍslandsbanka á Selfossi og Gunnsteinn R. Ómarsson lánastjóri óvænt í dag og færðu starfsfólki fyrirtækisins sérmerkta tertu sem viðurkenningu bankans.

Set fær viðurkenningu Creditinfo sjötta árið í röð

Sjötta árið í röð 2018 er Set ehf. í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum landsins.

Stjórnendur Set eru stoltir af frammistöðu starfsfólks fyrirtækisins á íslenskan mælikvarða því kröfurnar eru strangar og ekki sjálfgefið að uppfylla þær allar í senn.

Ísböð njóta síaukinna vinsælda

Ísböðin sem við í Set höfum verið að smíða fyrir sundlaugar hafa notið síaukinna vinsælda frá því fyrsta eintakið var útbúið fyrir nokkrum árum. Líkamsræktarstöðvar, íþróttamenn og einstaklingar hafa í vaxandi mæli sent fyrirtækinu fyrirspurnir um þessa vöru sem er ekki beint hluti af hefðbundnum vörum fyrirtækisins á lagnasviði.  Það er gaman að sjá þá þá þróun sem orðið hefur eftir að varan kom fram og þá óvæntu eftirspurn sem fylgdi í kjölfarið. Meðal þeirra sem keypt hafa ísbað af Set er íþróttafélagið Mjölnir og Gunnar Nelson en Mjölnir er íþróttafélag sem hefur þann tilgang að efla ástundun og keppni í lifandi bardagaíþróttum en á því sviði hefur Gunnar náð ótrúlegum árangri á heimsvísu. Á þessari mynd er hann ásamt ísbaðinu sem Mjölnir fékk frá Set. Yfirsmiður vörunnar hjá Set er Guðjón Ingi Viðarsson plastsmiður sem hefur áralanga reynslu í smíði á ýmsum tengibrunnum, tönkum og lagnalausnum unnið úr Weholite rörunum sem framleidd eru í Set.

Vel heppnað Set-mót

Hið árlega Set-mót fyrir 6. flokk drengja í knattspyrnu var haldið á Selfossi helgina sem leið, 9.-10. júní. Mótið hefur aldrei verið jafn vel sótt, en um 600 fótboltakappar frá 20 íþróttafélögum tóku þátt. Keppendur létu rigningaveður lítið á sig fá og voru leikirnir spilaðir af miklu kappi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Við þökkum þátttakendum, foreldrum og stuðningsfólki kærlega fyrir góða og skemmtilega helgi.

Fagþing Samorku í Hveragerði

Samorka, samtök veitufyrirtækja, gengust fyrir fagráðstefnu og sýningu fyrir hita-, vatns- og fráveitusvið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 23.- 25. maí sl. Ráðstefnan var afar yfirgripsmikil og fjölmörg góð erindi voru flutt þar um hin ýmsu málefni veitustarfseminnar. Set var með sýningarbás á meðan á ráðstefnunni stóð og tók þátt í viðburðum sem boðið var upp á. Meðal þess var þáttaka í kynningu á samsuðu plaströra. Valdimar Hjaltason kynnti vörur fyrirtækisins ásamt Andreas Heindl frá Rehau AG í Þýskalandi sem sýndi fram á yfirburði PE-Xa plaströra í hitaveitur. Hann gerði það m.a. með rannsóknarstofu-tækjum, svokölluðu MiniLab, og tók samanburð ólíkra plastefna með aflögunar, tog, og brotþolsprófunum undir mismunandi aðstæðum. Set kynnti m.a. ný Elipex Premium sveigjanleg plaströr með innra flutningsröri frá Rehau. Fagþingið í Hveragerði var frábært og vel heppnað framtak hjá Samorku og það var virkilega ánægjulegt að vera hluti af henni.

EnglishGermanDanish