Fréttir

Set framúrskarandi fyrirtæki 2016

[vc_row][vc_column][vc_column_text]Set hefur öðlast viðurkenningu matsfyrirtækisins Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð.  Af tæplega 35.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 624 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika. Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. Set er nú í 233. sæti.

Þessi viðurkenning að vera meðal 1,7% bestu hlutafélaga landsins er ánægjuleg staðfesting á góðum rekstri félagsins og góðu starfi innan þess á öllum stigum. Set er í greiningu Creditinfo sett í flokk með stórum fyrirtækjum en fyrirtækjunum er skipt í þrjá flokka lítil, meðalstór og stór fyrirtæki.

Skilyrðin eru:

  • Hefur skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár
  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð
  • Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo

Set ehf. er á meðal 1,7% íslenskra fyrirtækja sem standast þessar kröfur.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]