Jafnlaunastefna

Set leggur áherslu á að vera vinnustaður þar sem hver einstaklingur er metinn að verðleikum og að greidd séu jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, þjóðerni og stöðu og þannig koma í veg fyrir að ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Laun skulu greidd eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við gildandi kjarasamninga og studdar rökum. Komi óútskýrður launamunur í ljós skal brugðist við þannig að starfsfólk fái greitt fyrir störf sín út frá verðmæti starfa óháð kyni, þjóðerni eða stöðu. Set ehf. tryggir starfsfólki sínu jöfn tækifæri til starfsþróunar og fræðslu. Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna fyrirtækisins.

Set ehf. skuldbindur sig til að:

  • Innleiða, skjalfesta og viðhalda með stöðugum umbótum jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85. Set ehf. skal öðlast jafnlaunavottun og viðhalda árlega hjá faggiltum vottunaraðila.
  • Framkvæma launagreiningu einu sinni á ári eða oftar eftir þörfum til að athuga hvort mælist óútskýrður kynbundinn launamunur eða annar launamunur þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf.
  • Kynna fyrir starfsfólki niðurstöður launagreiningar, sem er til árlegrar úttektar, hvað varðar óútskýrðan launamun sem rekja mætti til kyns eða þjóðernis innan einstakra starfshópa nema persónuverndar­hagsmunir mæli gegn því.
  • Tryggja að jafnlaunastjórnunarkerfi sé í samræmi við lagalegar kröfur nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og jafnframt lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Fylgja skal viðeigandi lögum, reglum, kjarasamningum og öðrum kröfum sem í gildi eru á hverjum tíma og eiga við um kerfið og meta hlítingu við lög árlega.
  • Framkvæma innri úttekt fyrir hverja úttekt hjá vottunaraðila.
  • Halda rýnifund árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki Set ehf. og gera aðgengilega almenningi á heimasíðu fyrirtækisins.

Útgáfa 2: Samþykkt af framkvæmdastjórn 23.11.2023.