Fréttir

Set styður við handboltafólk á Selfossi

[vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text animation_delay=”200″]Í dag var undirritaður áframhaldandi styrktarsamningur á milli Set og Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss, en Set hefur styrkt deildina í áratugi. Bæði meistaraflokkslið Selfoss í handbolta spila á meðal bestu liða landsins í Olís-deildinni og einnig er unnið virkilega gott starf í yngri flokkum deildarinnar. Kvennalið Selfoss er nú í 6. sæti deildarinnar og karlalið er í 2. sæti sem nýliðar í deildinni.

Þess má geta til gamans að einn af aðalleikmönnum karlaliðsins, Einar Sverrisson, er starfsmaður á söludeild Set. Hér til hliðar má sjá mynd af honum í leik með Selfossliðinu fyrir stuttu.

Magnús Matthíasson, formaður Handknattleiksdeildarinnar, sagði við undirritunina að styrktur sem þessi væri deildinni gríðarlega mikilvægur og undirstaða þess að deildin gæti haldið áfram það góða starfi sem hún hefur unnið undanfarin ár.

Magnús og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, gjaldkeri, undirrituðu samninginn fyrir hönd Handknattleiksdeildarinnar, en Brynjar Bergsteinsson, framleiðslu- og vörustjóri Set, undirritaði samninginn fyrir hönd Set. Meðfylgjandi eru myndir frá undirrituninni í fundarherbergi Set á Selfossi.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][grve_single_image image_type=”image” align=”left” animation_delay=”200″ image=”3124″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][grve_single_image image_type=”image” align=”left” animation_delay=”200″ image=”3119″][/vc_column][/vc_row]