image Set kemur sterkara inn á ljósleiðaramarkað image Ánægja með kynningardag Georg Fischer á Selfossi

Nafn

Netfang

Erindi

Skilaboð

Samskeytalausnir Mittel kynntar viðskiptavinum Set

Þriðjudaginn 29. nóvember var haldin kynning á samskeytalausnum frá Mittel, sænsku lagnafyrirtæki sem sérhæfir sig í samskeytalausnum fyrir hitaveitur. Fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur, HS orku, HS veitum, Norðurorku og Skagafjarðarveitum komu í heimsókn á Selfoss þar sem Thibaut Mauron, sölustjóri frá Mittel, og Jonathan Ingelsson, tæknilegur ráðgjafi Mittel, kynntu ýmsar lausnir sem fyrirtækið býður uppá og eru nú orðnar hluti af hitaveituvörum og -þjónustu Set.

Opinbert samstarf Set og Mittel er tiltölulega nýlegt og var kynningin á þriðjudaginn fyrsta skrefið í því að kynna þessar nýju lausnir fyrir helstu viðskiptavinum og samstarfsaðilum Set á Íslandi. Undirbúningur fyrir þetta samstarf hefur staðið í u.þ.b. tvö ár og er gríðarlega ánægja á meðal yfirmanna Set að verða orðnir umboðsaðilar Mittel á Íslandi og geta loksins boðið viðskiptavinum sínum þessar lausnir.

Dagurinn byrjaði á stuttri móttöku í anddyri Set þar sem Bergsteinn Einarsson, forstjóri Set, bauð hópinn velkominn. Þar á eftir var sýnileg kynning frá Jonathan Ingelsson og fyrirlestur frá Thibaut Mauron. Síðar fóru þeir Örn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og tæknisviðs Set, Valdimar Hjaltason, verkefnastjóri tækni- og gæðamála, og Brynjar Bergsteinsson, framleiðslu- og vörustjóri, með hópinn í kynningarferð um framleiðslusvæði Set. Áður en gestir voru boðnir velkomnir á kynningu á þriðjudaginn fengu starfsmenn Set verklega sýnikennslu í samskeytalausnum frá Jonathan Ingelsson til þess að geta þjónustað viðskiptavini sína betur.

Meðfylgjandi myndir eru frá heimsókn þeirra Thibaut og Jonathan í Set á Selfossi og frá kynningardeginum á þriðjudaginn.

EnglishGerman