Set hefur unnið að framþróun í rekstri fyrirtækisins undir stjórnskipulagi altækrara gæðastjórnunar allt frá árinu 1989 og öðlaðist formlega vottun skv. alþjóðlega ISO 9001 staðlinum 18. desember 1997. Skýr stefna og markvissar aðgerðir í umbótastarfi undir stjórnskipulagi gæðakerfisins hefur flýtt framförum hjá Set.

Markmið Set er að stunda framleiðslu og þjónustustarfsemi á sviði lagnaiðnaðar og standast allar kröfur sem gerðar eru til starfseminnar á hverjum tíma, jafnframt því að tryggja stöðuga nýsköpun, umbætur og þekkingarvöxt hjá fyrirtækinu og viðskiptavinum þess.


Vottorð um stjórnunarkerfi