Fyrirtækið

Árið 1968 hóf Steypuiðjan, er síðar varð Set, framleiðslu á steinsteyptum fráveiturörum, og áratug síðar, einangruðum stálpípum fyrir hitaveitur. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi.

Fjögurra áratuga starfsemi fyrirtækisins hefur öðru fremur einkennst af mjög virku samkeppnisumhverfi. Þær aðstæður hafa kallað á árvekni og skjót viðbrögð þar sem áhersla hefur verið lögð á hátt tæknistig, framleiðni og gæðavitund. Mikil þekking og reynsla hefur skapast á sviði framleiðslutækni hjá fyrirtækinu. Á það einnig við um kunnáttu á sviði markaðsmála og þjónustu við lagnaiðnaðinn.

Viðskiptavinir SET eru aðallega veitustofnanir, sveitarfélög, og endursölu- og þjónustuaðilar á byggingasviði. Meðal helstu viðskiptavina fyrirtækisins eru því stærstu orku- og fjarskiptafyrirtækin, byggingavöruverslanir og verktakar. Allir þessir aðilar hafa tileinkað sér innkaupareglur um opin útboð og verðsamanburð í samræmi við milliríkjasamninga, og SET því orðið að mæta alþjóðlegum samanburði í verði, vöru- og þjónustugæðum.

Fræðslumál hafa verið efld til muna hjá Set á undanförnum árum, en SET rekur eigið fræðslukerfi fyrir starfsfólk; Set-Plastiðnaðarskólann, og annast auk þess námskeiðahald á sviði lagnatækni fyrir viðskiptavini sína. Íslenski lagnamarkaðurinn hefur á undanförnum árum einnig lagt aukna áherslu á gæðamál og fræðslu. Markmiðið hefur verið að auka endingartíma og draga úr viðhaldsþörf lagnakerfa sem sífellt verða stærri og margbrotnari.

EnglishGermanDanish