Ríkissáttasemjari Ástráður Haraldsson og starfsfólk embættisins litu við í heimsókn í Set þann 20. nóvember sl. og kynntu sér viðfangsefni og starfsemi fyrirtækisins á ýmsum sviðum lagnaiðnaðar. Hjá Set starfa um eitthundrað manns í fjórum starfsstöðvum. Það var virkilega ánægjulegt að taka á móti gestunum en framundan eru samningaviðræður og gerð nýrra kjarasamninga.
Takk fyrir komuna í Set.