Kristrún Frostadóttir heimsækir Set
Kristrún Frostadóttir, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar kom í heimsókn í Set í gær 14. febrúar ásamt Örnu Ír Gunnarsdóttur, sveitarstjórnarkonu í Árborg og Ólafi Kjaran Árnasyni, aðstoðarmanni Kristrúnar. Bergsteinn Einarsson og Róbert Karel Guðnason tóku á móti gestunum og kynntu fyrir þeim starfsemina og helstu viðfangsefni, ræddu um mikilvægi innlendar framleiðslu á mikilvægum vörum sem tengjast innviðauppbyggingu landsins.
Eftir skoðunarferðina sátu þau með nokkrum starfsmönnum og ræddu mikilvæg málefni sem snerta hagsmuni heimila og fyrirtækja og hinar ýmsu leiðir til þess að ná niður verðbólgu og vaxtastigi