Vorferð starfsfólks Set til Barcelona er að baki en hún var farin í annari viku maí mánaðar. Ferðin tókst í alla staði vel en dvalið var á Hótel Catalonia Barcelona Plaza á Espñia torginu, hóteli með sundlaugargarði og bar á þakinu með miklu útsýni yfir borgina.
Á sjötta tug starfsmanna tóku þátt í ferðinni og með mökum taldi hópurinn áttatíu og átta manns. Farið var út í tveimur hollum með tveggja daga millibili og dvalið í borginni í fimm nætur. Sameiginlegur kvöldverður, hlaðborð í boði Set var laugardaginn 11. maí í veislusal Catalonia Plaza hótelsins og þar ríkti góð stemning fram eftir Eurovison kvöldi.
Stjórn starfsmanna félagsins annaðist undirbúning þessarar glæsilegu ferðar, skráningu og uppgjör í góðri samvinnu við stjórnendur Set.