Heimsóknir

Verktakar sátu plastsuðunámskeið Set

Þann 20 febrúar síðastliðinn hélt Set ehf Námskeið í meðhöndlun plaströra og í plastsuðu fyrir hina ýmsu verktaka. Alls sóttu 11 starfsmenn verktaka og veitufyrirtækja námskeiðið sem er bæði bóklegt og verklegt, en Set hefur um árabil starfrækt Set skólann með góðum árangri.

Á námskeiðinu er farið yfir efnafræði plastsins og verkleg þjálfun í bæði spegilsuða og rafsuða.