Þjónustusvið - einangrun samskeyta
Reynsla og þekking í samskeytavinnu
Þjónustusvið Set annast ýmiss verkefni á verkstað fyrir viðskiptavini, samsetningu og frágang á vatnsveitusviði, fráveitusviði, á foreinangruðum stál og plaströrum fyrir hitaveitur, fiskeldi og sjávarútveg.
Þjónustutengd verkefni fyrir hitaveituverkefnin felast í frágangi og suðu á samskeytum á foreinangruðum stál og plaströrum og einangrun þeirra með vélfreyðingu. Set hefur á að skipa vel þjálfuðum mannafla ásamt fullbúnum tækjum í þjónustutengd verkefni.
Frágangur samskeyta á hitaveitulögnum er einn mikilvægasti þátturinn í frágangi lagna þegar litið er til endingar og rekstraröryggis hitaveitukerfa.
Ekkert verkefni er of lítið eða of stórt. Hafðu samband við okkur í síma 480 2700 eða með tölvupósti á sala@set.is og við finnum lausnina.