
Reynsla og þekking í samskeytavinnu
Þjónustudeild Set annast ýmiss verkefni á verkstað fyrir viðskiptavini, samsetningu og frágang á vatnsveitusviði, fráveitusviði, á einangruðum stál og plaströrum fyrir hitaveitur.
Hitaveituverkefnin felast í frágangi og suðu á samskeytum á foreinangruðum stál og plaströrum og einangrun þeirra með vélfreyðingu. Set hefur á að skipa vel þjálfuðum mannafla ásamt fullbúnum tækjum í þjónustutengd verkefni.
Frágangur samskeyta á hitaveitulögnum er einn mikilvægasti þátturinn í frágangi lagna þegar litið er til endingar og rekstraröryggis hitaveitukerfa.
Ekkert verkefni er of lítið eða of stórt. Hafðu samband við okkur í síma 480 2700 og við finnum lausnina.
Frágangur samskeyta á hitaveitulögnum
Áratuga reynsla
Set hefur yfir að ráða áratugareynslu af samskeytavinnu á hitaveiturörum.
Alhliða lausnir
Einangruð tengistyki geta verið flókin. Starfmenn þjónustudeildar Set hafa reynsluna og tækin til að leysa flókin verkefni.
Gott einangrunargildi
Set er með vélfreyðingarvagn sem tryggir mesta einangrunargildi og rétt magn af frauði í samskeytin.


