Undanfarin ár hefur Set unnið með Pure North Recycling með vöktun og úrgangsstjórnun á öllum þeim úrgangi sem fellur til í starfsemi Set. Árið 2022 gerðu fyrirtækin með sér samstarfssamning um að Pure North Recycling hafi yfirumsjón með öllum sorpmálum fyrir Set ehf með það að leiðarljósi að koma öllu sem fellur til hjá fyrirtækinu í endurvinnslufarveg.
Þetta hefur leitt til þess að Set hefur náð flokkunarhlutfalli í 71% á árinu 2023 og er stefnt að því að flokkunarhlutfall Set fyrir árið 2024 verði 80%.
Fræðsla starfsmanna er mikilvæg í þeirri vegferð að ná upp hærra flokkunarhlutfalli. Síðasta fimmtudag komu Börkur Smári Kristinsson og Thelma Sigurðardóttir frá Pure North og voru með fræðslu fyrir starfsmenn um hvernig hægt sé að minnka hlutfall blandaðs úrgangs sem ekki er hægt að flokka.