Fréttir

Vel heppnað Samorkuþing á Akureyri

Set kynnti sínar vörur og þjónustu á þingi Samorku sem haldið var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri dagana 9. og 10. maí 2022. Samorkuþingið er stærsta ráðstefna í orku- og veitugeiranum á Íslandi. Þingið er haldið á þriggja ára fresti og fer nú loksins fram eftir að hafa verið frestað í tvígang vegna heimsfaraldurs Covid-19. Á þinginu var boðið upp á 130 fyrirlestra um fjölbreytt viðfangsefni orku- og veitufyrirtækja, auk þess sem boðið var upp á vöru- og þjónustusýningu framleiðenda, þjónustu og sölufyrirtækja á orku- og veitusviðinu. Fimmhundruð gestir sóttu þingið sem er metfjöldi hingað til enda eftirvænting mikil fyrir þessum viðburði. Að venju kynnti Set vörur sínar og þjónustu auk þess sem fulltrúar fyrirtækisins fluttu fyrirlestra um áhugaverð efni. Set vill þakka fulltrúum Samorku fyrir gott skipulag og samvinnu, sem og miklum fjölda viðskiptavina félagsins og samstarfsaðila sem litu við í bás Set á ráðstefnunni fyrir komuna.