Fréttir

Samstarf í sorpmálum

Set hefur síðastliðin tvö ár átt í samstarfi við fyrirtækið Pure North Recycling um endurvinnslu á hluta af því plasti sem fellur til í framleiðslu fyrirtækisins. Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastpallettur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Nú á dögunum gerðu fyrirtækin með sér nýjan samstarfssamning um að Pure North Recycling hafi yfirumsjón með öllum sorpmálum fyrir Set ehf með það að leiðarljósi að koma öllu sem fellur til hjá fyrirtækinu í endurvinnslufarveg. Þetta er hluti af þeim fjölmörgu skrefum sem Set ehf hefur verið að taka undanfarin ár í átt að umhverfisvænni rekstri og lægra kolefnisspori á framleiðsluvörum fyrirtækissins.

Mynd: F.v. Brynjar Bergsteinsson Framleiðslustjóri Set og Sigurður Halldórssson Framkvæmdastjóri Pure North við undirritun samstarfssamningsins.