Frábært Samorkuþing á Akureyri
Set ehf. tók þátt í Samorkuþingi 2025, sem haldið var í Hofi á Akureyri dagana 22. – 23. maí.
Samorkuþingið er stærsta fagráðstefna landsins í orku- og veitutengdri starfsemi og var að þessu sinni fjölmennara en nokkru sinni fyrr með um 620 gesti.
Starfsfólk Set tók virkan þátt í þinginu með því að sækja hina ýmsu fyrirlestra ásamt því að halda fyrirlestra um hin ýmsu áhugaverðu málefni sem tengjast þjónustu og vöruframboði Set.
Set vill þakka Samorku fyrir frábært þing ásamt því að þakka þeim mikla fjölda viðskiptavina og samstarfsaðila sem litu við í Set básinn fyrir frábært spjall.


