Fréttir

Set kemur sterkara inn á ljósleiðaramarkað

[vc_row][vc_column][vc_column_text]Á síðasta ári, 2015, efndi Set því til samstarfs við danska fyrirtækið GM Plastik, sem sérhæfir sig í lausnum á sviði ljósleiðara, um sölu á afurðum fyrirtækisins. Hagfelld samvinna félaganna hefur styrkt stöðu Set svo um munar þar sem fara saman grunnvinnsla Set á einfaldari afurðum í magnvinnslu og sérhæfðar lausnir GM Plastik.

Árangurinn er sterk staða Set í þjónustu við hvers kyns framkvæmdir á sviði síma- og margmiðlunarvæðingar í ólíkum og krefjandi verkefnum. Enn og aftur sýnir sig að nálægð Set við markaðinn og samvinna við þá sem best gera hlutina á ólíkum lagnasviðum erlendis styrkir innlendu framleiðsluna og sölustarf. Þetta leiðir til ávinnings beggja aðila og um leið til mikilla hagsbóta fyrir innanlandsmarkað.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]