Uncategorized

Sjávarútvegssýningin 2024

Set ehf. tók þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni (IceFish2024) sem haldin var dagana 18.-20. september 2024 í Smáranum, í Kópavogi. Þetta var í 14. sinn sem sýningin var haldin og Set kynnti nýjustu tækni og búnað fyrir sjávarútveginn.

Á sýningunni sýndi Set meðal annars Auma-drif og loka frá AVK og Wouter Witzel en eru það vörur sem hannaðar eru til að mæta ströngustu kröfum markaðarins. Þátttaka Set ehf. á IceFish 2024 var mikilvægur vettvangur til að kynna nýjungar fyrirtækisins sem stuðla að aukinni skilvirkni og sjálfbærni í sjávarútvegi.

Viðburðurinn var frábær vettvangur til að hitta sérfræðinga og samstarfsaðila í sjávarútvegi og landeldi, og Set ehf. nýtti tækifærið til að deila sínum nýjustu lausnum með gestum sýningarinnar.