Uncategorized

Iðnaðarsýningin í Laugardalshöll

Set tók þátt í Iðnaðarsýningunni sem haldin var í Laugardalshöll dagana 9. til 11. október. Sýningin var vel sótt og básinn okkar vakti mikla athygli meðal gesta – bæði núverandi og nýrra viðskiptavina, samstarfsaðila og áhugasamra úr iðnaðargeiranum.

Á sýningunni kynntum við vörur og lausnir sem tengjast lagnakerfum og tæknilegum útfærslum fyrir fjölbreyttar atvinnugreinar. Gestir fengu tækifæri til að skoða sýnishorn, ræða verkefni og kynnast nýjungum í starfsemi Set.

Við viljum þakka öllum sem komu við hjá okkur á sýningunni. Það er okkur mikilvægt að eiga gott samtal við fagfólk og viðskiptavini og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Hér má sjá nokkrar myndir sem fanga stemninguna á sýningunni.