Sýningar

Iðnaðarsýningin 2023

Set var með bás á Iðnarsýningunni í Laugardalshöll 31. ágúst til 2. september sl. Þar kynnti fyrirtækið þær vörur sem framleiddar eru á Selfossi og starfsemi fyrirtækisins. Sýningin var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og heppnaðist hún virkilega vel í alla staði og var vel sótt.  Mikil aðsókn var á básinn hjá Set og þökkum við öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar kærlega fyrir innlitið. Þess má geta að Set kynnti framleiðsluvörur sínar einangruð rör og plaströr í fyrsta skipti á iðnsýningu í Laugardalshöll 1983 fyrir 40 árum.