Fréttir

Víðari foreinangraðar stálpípur auka framleiðslugetu

[vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text animation_delay=”200″]Set afhenti nýlega efni í verkefni Orkuveitu Reykjavíkur vegna breytingar á legu Reykjaæðar. Um er að ræða 700 mm stálpípu í 900 mm hlífðarkápu sem notuð er til að flytja hluta Reykjaæðinnar, einnar helstu meginæðar hitaveitukerfis Reykjavíkur, til að rýma fyrir nýrri byggð. Tekinn er hlykkur á lögnina til suðurs meðfram væntanlegri byggð. Verklegur þáttur er farinn í útboð og gert er ráð fyrir verklokum sumarið 2017. Lagðar verða veitulagnir í nýtt hverfi sem rísa mun þar sem Reykjaæðin þveraði lóðina, verklok verða fyrir lok árs 2018.

Með nýlegum samningi við Orkuveitu Reykjavíkur hefur Set aukið markaðshlutdeild sína á innanlandsmarkaði í víðari pípustærðum í krafti stærðargetu verksmiðju Set Pipes GmbH í Þýskalandi. Þess utan styrkist samkeppnisstaða fyrirtækisins í sömu pípustærðum í útboðum á innanlandsmarkaði til muna, en áður bauð fyrirtækið einungis í verkefni þar sem hlífðarkápan var 500 mm og grennri.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][grve_single_image image_type=”image” align=”left” animation_delay=”200″ image=”2759″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text animation_delay=”200″]Set pipes GmbH hefur þannig á liðnum árum framleitt efni með hlífðarkápu upp í 900 mm og getur farið enn hærra ef slík verkefni koma inn á borð félagsins. Um leið og samningsbundin verkefni fyrir Orkuveituna hafa komið til hefur framleiðslugeta tengistykkja á verkstæði fyrirtækisins á Selfossi verið aukin samhliða upp í stálpípur með 1200 mm hlífðarröri.

Smíði á beygjum og ýmsum tengistykkjum í sömu pípustærðum eru ný verkefni sem hafa komið inn í töluverðum mæli samhliða sölu á rörum að utan. Þannig hefur salan og framleiðslu tengd verkefni vaxið báðum megin Atlantshafsins hjá félaginu, einkum eftir samninginn við Orkuveituna sem er lang stærsti notandi víðari stofnlagna hér á landi.

Tilkoma Set Pipes GmbH hefur þannig leitt til verulegs ábata fyrir heildarumsvif Set á innanlandsmarkaði um leið og fyrirtækið er betur í stakk búið að svara alþjóðlegri eftirspurn á öllu stærðarsviði einangraðra fjarvarma lagna. Gott áratuga langt samstarf Set við innlendan veitumarkað skiptir miklu máli og samningurinn við Orkuveituna er okkar íslenska fyrirtæki mikilvægt veganesti í starfseminni á næstu árum.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][grve_single_image image_type=”image” align=”left” animation_delay=”200″ image=”2753″][/vc_column][/vc_row]