Fréttir

Velheppnað Set-mót á Selfossi

[vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text animation_delay=”200″]Set-mótið, knattspyrnumót fyrir yngri árgang 6. flokks, var haldið á íþróttavellinum á Selfossi um helgina. Tæplega 400 krakkar kepptu í frábæru veðri á tólf völlum í sex deildum og dreifðust verðlaunin vel á þau félög sem tóku þátt.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverri deild, bestu leikmennina í hverri deild, besta markvörðinn, besta dómarann, besta þjálfarann, bestu stuðningsmennina, háttvísisverðlaun og fleira. Þá fengu tveir leikmenn áritaðan búning að gjöf, annars vegar frá Jóni Daða Böðvarssyni og hins vegar frá Viðari Erni Kjartanssyni, í svokölluðu Set-lottói þar sem allir þátttakendur mótsins voru í pottinum. Allir þátttakendur fengu svo bók um EM í knattspyrnu og sundpoka að gjöf frá Set og Knattspyrnudeild Selfoss.

Set bauð upp á nýjungar á mótssvæðinu um helgina. Fyrirtækið settið upp fótboltagolfvöll og skotþraut fyrir keppendur og gesti þeirra til að stytta sér stundir á milli leikja. Hvort tveggja var hannað og framkvæmt hjá Set og voru eingöngu notaðar vörur fyrirtækisins til þess.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][grve_single_image image_type=”image” align=”left” animation_delay=”200″ image=”2691″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text animation_delay=”200″]Völlurinn og leiktækið var virkilega vel nýtt af gestum mótsins og lífgaði upp á vallarsvæðið. Leiksvæðið verður áfram á vellinum og mögulegt fyrir unga sem aldna að spreyta sig á því í sumar, ekki síst þegar mismunandi viðburðir eru á Selfossvelli.

Set þakkar keppendum, gestum og aðstandendum mótsins kærlega fyrir velheppnað mót og fyrir samstarfið um helgina.

Meðfylgjandi myndir voru teknar um helgina.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][grve_single_image image_type=”image” align=”left” animation_delay=”200″ image=”2679″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][grve_gallery gallery_type=”stamp” gallery_columns=”3″ ids=”2680,2689,2674,2702,2682,2675,2701,2699,2698,2693,2676,2694,2696,2686,2692,2690,2695,2678,2688,2687,2681,2685,2684,2683,2700,2677″][/vc_column][/vc_row]