Í byrjun Október tóku þrír starfsmenn Set þátt í fagþingi Uponor Infra í Vaasa í Finnlandi, þeir Róbert Karel þróunarstjóri, Elvar Már viðhaldsstjóri og Brynjar framleiðslu- og vörustjóri.
Uponor Infra er með höfuðstöðvar í Vaasa í Finnlandi og þeir standa fyrir fagþingi á þriggja ára fresti, þar sem saman komu allir framleiðendur á Weholite lagnaefni í heiminum.
Í fyrirlestri Set á fagþinginu kynnti Brynjar fyrir ráðstefnugestum hvað helst væri að gerast á markaðnum á Íslandi í fiskeldisiðnaði, vatns- fráveitu- og orkumálum , var kynningin með sérstaka áherslu á umfjöllun um endurvinnslu og hringrásarhagkerfið.
Set hefur verið með framleiðsluleyfi frá Uponor síðan árið 2009 og hafa fyrirtækin átt í afar farsælu samstarfi.
Weholite lagnakerfið byggir á þeirri tækni að framleidd eru holveggja prófílrör í innanmáls rörum frá 400mm upp í 4000mm. Þessi rör eru að mestu notuð í fráveitulausnir en einnig eru notkunarmöguleikar miklir á öðrum sviðum sökum þess hve gott er að vinna úr efninu og sérsmíða allskyns lausnir eins og brunna, tanka o.fl.
Þess má geta að nýlega hefur verið samþykkt yfirtökutilboð Georg Fischer Ltd. á öllum hlutabréfum í Uponor, en báðir þessir aðilar hafa verið einir sterkustu birgjar Set um áraraðir.