Tækninýjungar í þjónustudeild
[vc_row][vc_column][vc_column_text]Set hefur að undanförnu eflt til muna þjónustu við lagnamarkaðinn með nýjum og framsæknum lausnum við frágang samskeyta á foreinangruðum hitaveiturörum. Fyrirtækið hefur kynnt til sögunnar nýja gerð og aðferðir við ytri frágang á hlífðarkápu með samskeytalausn frá sænska fyrirtækinu Mittel. Einnig býður Set upp á einangrun samskeyta með nýjum og fullkomnum tækjum. Set hefur að undanförnu unnið að frágangi á stofnæðum fyrir hitaveitu Selfoss og Norðurorku þar sem þessar tækninýjungar hafa verið nýttar. Báðir þessir nýju og mikilvægu þættir í ytri þjónustu fyrirtækisins eru liður í auknum gæðum vinnu á lagnastað sem ætlað er að auka styrk, einangrunarhæfi og endingu hitaveitukerfa.[/vc_column_text][grve_gallery ids=”5071,5072,5073,5074″][/vc_column][/vc_row]