Fréttir

Ensk útgáfu Tæknihandbókar Set með á sýningu í London

[vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text]Ensk þýðing Tæknihandbókar Set er nú tilbúin og munu fulltrúar fyrirtækisins taka þá útgáfu bókarinnar með sér á Eco-build sýninguna sem verður haldin í London dagana 7.-9. mars. Um er að ræða byggingariðnaðarsýningu þar sem mörg af stærstu fyrirtækjum heims í þessum geira verða á meðal þátttakenda og munu fulltrúar Set kynna fyrirtækið og vörur þess á fjarmvarmasvæði sýningarinnar.

Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Set, og Louise Harrison, sölustjóri á útflutningssviði, fara fyrir hönd Set, en þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúar fyrirtækisins kynna vörur þess og þjónustu í Englandi. “Við erum fyrst og fremst að skanna markaðinn í Englandi. Aðilar þar eru tiltölulega nýir á þessum markaði miðað við meginlandið og það er okkur tilfinning að okkar efni, sérstaklega Elipex og Elipex premium, eigi erindi í Bretlandi,” segir Bergsteinn um þessa ferð.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][grve_single_image image=”3932″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][vc_column_text]Að þessu tilefni var ráðist í það verk að þýða Tæknihandbók Set, sem var gefin út í fyrra á íslensku og þýsku, yfir á ensku fyrir þennan nýja mögulega markað. Vefútgáfu ensku bókarinnar má skoða með því að smella hér.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]