Fréttir, Heimsóknir

Stjórnendur Íslandsbanka sækja Set heim

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka ásamt Unu Steinsdóttur, framkvæmdastjóra viðskiptabanka, Adólf Ingva Bragasyni útibússtjóra bankans á Selfossi og Guðbjörgu Svövu Sigþórsdóttur þjónustustjóra komu í heimsókn í Set í dag.
Bergsteinn tók á móti hópnum og fór yfir sögu fyrirtækisins. Eftir stutt spjall og kynningu var haldið í skoðunarferð um fyrirtækið og að lokum á herminjasafn Einars Elíassonar.

Íslandsbanki hefur verið viðskiptabanki Set frá upphafi og það var ánægjulegt að nýr bankastjóri og fulltrúar bankans skyldu sjá sér fært að kynna sér starfsemi fyrirtækisins helstu verkefni og framtíðaráform. Takk fyrir komuna