Uncategorized

Starfsfólk þjónustusviðs Vegarðarinnar í heimsókn hjá Set

Starfsfólk þjónustusviðs Vegarðarinnar í heimsókn hjá Set.

Starfsfólk þjónustusviðs Vegagerðarinnar komu í heimsókn fimmtudaginn 2. nóveber 2023. Starfsfólk sem hefur yfirumsjón með vegaþjónustu, tækjabúnaði, almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Mikilvægir einstaklingar í þjónustu við innviði sem oft mæðir á.

Hópurinn fór í skoðunarferð um Selfoss og komu víða við áður en þau mættu í Set. Þar tóku Örn Einarsson og Brynjar Bergsteinsson á móti þeim og kynntu fyrir þeim starfsemi fyrirtækisins. Að því loknu fór hópurinn á Herminjasafn Einars Elíassonar þar sem Bergsteinn Einarsson tók á móti þeim og fór yfir sögu hernámsins, sögu Kaldaðarnesflugvallar, flugklúbbs Selfoss og byggingu Selfoss flugvallar.