Hið árlega Set mót fór fram í blíðskaparveðri helgina 10-11. Júní.
Á Set mótinu keppa strákar af yngra ári 6.flokks í nokkrum deildum. Um er að ræða eitt af stærri sumarmótunum á landinu þar sem mikill fjöldi liða allstaðar að af landinu tóku þátt.
Fyrir mótið í ár var ráðist í það verkefni að hanna og smíða battavöll að erlendri fyrirmynd í samstarfi við Gunnar Borgþórsson yfirþjálfara knattspyrnudeildar Selfoss. Völlurinn er að öllu leyti smíðaður úr Weholite röraefni frá Set og hefur hann vakið mikla lukku og mikil samkeppni ríkir meðal iðkennda um völlinn flesta daga.
Þessi íþróttaviðburður sem nú var haldinn í tíunda sinn hefur vakið mikla athygli og er skemmtilegt samstarfsverkefni Set með knattspyrnudeild UMFS.
Áætlað er að allt að 3.500 manns hafi komið vegna viðburðarins