Fréttir

Set sýnir á Ecobuild í London

[vc_row][vc_column width=”1/2″][vc_column_text]Starfsmenn Set voru meðal þátttakenda á sýningunni Ecobuild í Excel höllinni í London daganna 7. 9. mars. Þetta er í fyrsta skipti sem Set sýnir í Bretlandi en Ecobuild er fagsýning fyrir byggingamarkaðinn þar sem orku og nýtingu hennar til húshitunar eru gerð sérstök skil, einkum nýjum orkugjöfum, einangrun og endurbótum á hitakerfum húsa. Sérstakt svæði var tileinkað fjarvarmatækninni þar sem Set var með sýningarbás sinn.

Á sýningunni kynnti fyrirtækið í fyrsta skipti nýtt og endurbætt Elipex rör, Elipex Premium. Rörið hefur meiri sveigjanleika og enn betra einangrunargildi. Með nýja rörinu sem er foreinangrað PEX plaströr í löngum einingum eins og fyrri kynslóð röranna hyggst Set styrkja stöðu sína í sölu á erlendum mörkuðum, en Set hefur flutt Elipex lagnaefnið út frá árinu 2009.

Þessi vel heppnaða vara er afrakstur fjögurra ára vöruþróunarverkefnis, en tækniþróunarsjóður styrkti verkefnið í upphafi.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/2″][grve_single_image image=”3946″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][grve_gallery ids=”3952,3949,3946″][/vc_column][/vc_row]