Fréttir

Set styður Krabbameinsfélag Árnessýslu

Set hefur gert samstarfssamning til þriggja ára við Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Fyrirtækið mun styðja við starfsemina með þriggja ára samningi um mánaðarlegt framlag. Við undirritun samningsins í síðustu viku sagði Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu; „Við erum gríðarlega þakklát fyrir þennan styrk og samstarfið er afar þýðingarmikið fyrir félagið. Þetta tryggir félaginu tækifæri til að eflast og stækka. Bæði hvað varðar að halda úti góðri aðstöðu og eins við að efla þjónustuframboð fyrir þá sem sækja til félagsins. Ykkar styrkur gefur okkur færi á að styðja áfram með myndarlegum hætti við þá sem þurfa á þjónustu okkar að halda.“

Bergsteinn Einarsson, forstjóri Set sagði að styrkur með þessum hætti væri nýlunda hjá fyrirtækinu í stuðningi við velferðarfélög. Það er orðið að veruleika og við erum afskaplega stolt af samstarfinu og vonum að það verði félaginu til góðs.“

Mynd: Svanhildur Ólafsdóttir formaður félagsins og Elías Örn Einarsson þjónustu og öryggisstjóri Set undirrituðu samninginn.