Set ehf stofnaði söluskrifstofu og dótturfélag í Danmörku árið 2020 Set Pipes AS með það að markmiði að styrkja markaðsstöðu félagsins. Starfsemin hefur gengið vel og fyrirtækinu hefur tekist vel til við að afla nýrra verkefna fyrir verksmiðjur félagsins á Íslandi og í Þýskalandi.
Söluskrifstofan og vörulager í Frederikshavn var á árinu færð í hentugra og stærra húsnæði við Ellenhammervej 1. Kim Stubbergard Reese, sölustjóri Set Pipes A/S, deildi með okkur þessum myndum af nýja starfsvettvangnum. Þar má sjá að þeir hafa ekki gleymt rótum sínum á Íslandi.