Óflokkað

Set mótið var haldið á Selfossi helgina 12. til 13. júní

Mótið sem er fyrir yngra árið í 6.flokki drengja var fyrst haldið árið 2014 en þá var keppt í þremur deildum. Nú var keppt í tólf deildum, þátttakendur voru alls 850 og spilað var á 21. velli á glæsilegu íþróttasvæði Selfyssinga.
Þetta er langstærsta fjölliðamót sem Selfyssingar hafa haldið og alls tóku þátt 135 lið frá 30 félögum. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið jafnt og þétt með hverju ári en á fjórða þúsund manns dvöldu á Selfossi þann tíma sem mótið stóð yfir.
Knattspyrnudeild Ungmennafélags Selfoss og Set ehf. vilja þakka þátttakendum, foreldrum, stuðningsfólki og þeim sem komu að framkvæmdinni fyrir góða og skemmtilega helgi. Áfram Selfoss!