Fréttir

Set mótið í knattspyrnu á Selfossi um helgina

Set mótið í 6. flokki í knattspyrnu verður haldið á íþróttavellinum á Selfossi um helgina þar sem um 400 krakkar munu taka þátt.

Set hefur sett upp níu holu fótboltagolfvöll og leikjaþraut á vallarsvæðinu fyrir krakkana til að skemmta sér í á milli leikja. Hvort tveggja var hannað og búið til í fyrirtækinu og úr vörum frá fyrirtækinu.

Auk þess verður Set lottó þar sem allir keppendur eiga möguleika á því að vinna áritaðar treyjur frá tveimur af bestu knattspyrnumönnum Selfoss, Jóni Daða Böðvarssyni og Viðari Erni Kjartanssyni.

Set óskar þátttkendum góðs gengis um helgina.

Myndin hér að ofan er frá Set leiksvæðinu á Selfossvelli.