Fréttir

Set-mótið á Selfossi

Set-mótið var haldið á Selfossi Hvítasunnuhelgina, 7-9. júní sl. Mótið sem er fyrir 6 flokk drengja var fyrst haldið árið 2014 en þá var keppt í þremur deildum. Nú var keppt í tíu deildum og þátttakendur voru alls 630. Spilað var á átta keppnisvöllum. Fjöldi þátttakenda hefur vaxið jafnt og þétt með hverju ári en á þriðja þúsund manns dvöldu á Selfossi þann tíma sem mótið stóð yfir.  Sumarhátíðin Kótilettan hleypti miklu lífi í mannlífið þá daga sem mótið fór fram og mjög gott veður alla helgina gerði heimsókn þátttakenda og fjölskyldna enn eftirminnilegri. Knattspyrnudeild Ungmennafélags Selfoss og Set ehf. vilja þakka þátttakendum, foreldrum, stuðningsfólki og þeim sem komu að framkvæmdinni fyrir góða og skemmtilega helgi. Áfram Selfoss!