Fréttir, Tilkynningar

Set er framúrskarandi fyrirtæki

Það er orðin hefð, fremur en óvæntur viðburður að Set hljóti viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki. Creditinfo hefur í 13 ár unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ýmis mjög ströng skilyrði. Aðeins 2% fyrirtækja á íslandi ná þeim árangri að teljast meðal þeirra. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Stjórnendur og starfsfólk Set er stolt af viðurkenningunni sem enn og aftur sýnir styrk félagsins og liðsheildarinnar.

Viðurkenningar voru veittar á samkomu Creditinfo í Hörpu þann 25. október sl.