[vc_row][vc_column][vc_column_text]Set tók þátt í bresku sýningunni Ecobuild sem haldin var á ExCeL sýningarsvæðinu í London dagana 6. til 8. mars sl. Sýningin er eins og nafnið gefur til kynna fagsýning fyrir byggingariðnaðinn þar sem áhersla er lögð á nýjar byggingaaðferðir og betri orkunýtingu, einangrun bygginga, lagnaefni og umhverfisvænni orkugjafa. Set kynnti foreinangruð stálrör og plaströr fyrir fjarvarmalagnir á sýningunni og vakti nýja Elipex Premium rörið verðskuldaða athygli sýningargesta. Sýningin var í sömu viku og Verk og vit sýningin í Laugardalshöll og er þetta í fyrsta skipti sem Set sýnir á tveimur stöðum á sama tíma.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][grve_gallery ids=”5014,5015,5013,5012,5011″][/vc_column][/vc_row]
Set á sýningunni Ecobuild í London
26
mar