Set á starfamessu 2017
[vc_row][vc_column][vc_column_text]Atorka í samstarfi við Sóknaráætlun Suðurlands stóðu fyrir Starfamessu í Fjölbrautaskóla Suðurlands 14. mars sl. En markmið messunnar er að efla tengingu skóla og atvinnulífs á Suðurlandi. Starfamessan er ætluð nemendum í 9. og 10. bekk grunnskóla 1. ár og 2. ár nemendum í framhaldsskólum á Suðurlandi, auk þess sem aðrir nemar framhaldskóla á Suðurlandi voru velkomnir.
Aðsókn að messunni var góð og talið er að um 2000 manns hafi farið um kynningarsvæðið en opið var fyrir almenning að lokinni vígslu á verknámshúsi FSu, Hamri. Alls voru um 30 fyrirtæki sem kynntu yfir 40 náms- og starfsgreinar. Set var með bás á messunni og kynntu fulltrúar Set þær iðngreinar sem má finna innan veggja Set.
[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][grve_gallery ids=”3988,3991,3994,3997″][/vc_column][/vc_row]