[vc_row][vc_column][vc_column_text]Samorkuþing er hápunktur orku- og veitugeirans, haldið á þriggja ára fresti í hinum fallega höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Set hefur sýnt vörur sínar á þeim vettvangi frá því Samorka var stofnuð og áður á þingum Hitaveitu-sambandsins. Set hefur kappkostað að vera með veglegan sýningarbás og ná að hitta sem flesta af forsvarsmönnum, helstu viðskiptavina félagsins. Þingið í ár er það þriðja sem haldið er í glæsilegu menningarhúsi Akureyringa, Hofi. Set þakkar forsvarsmönnum Samorku fyrir gott samstarf og gestum fyrir innlitið á meðan á þinginu stóð í blíðskaparveðri við Eyjafjörð dagana 4. og 5. maí 2017.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column][grve_gallery ids=”4038,4047,4041,4050,4044,4026,4035,4029,4023,4020″][/vc_column][/vc_row]
Set á Samorku á Akureyri
05
maí