Fyrir stuttu voru undirritaðir samningar á milli Orkuveitu Reykjavíkur og Set ehf. um vörukaup í samræmi við útboð sem fram fóru á síðasta ári, 2015. Annars vegar er um að ræða afhendingar á hitaveiturörum fyrir OR-Veitur og hins vegar afhendingar á ídráttarrörum fyrir gagnaveitu OR.
Set mun framleiða og geyma efni sem Orkuveitan getur gengið að með stuttum fyrirvara. Þannig getur Set aukið lagereign sína og um leið aukið innkaup sem mun gagnast öllum veitufyrirtækjum landsins. Því eru samningarnir báðum fyrirtækjum mjög mikilvægir, en þeir eru til þriggja ára og eru jafnframt framlengjanlegir til tveggja ára til viðbótar.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Örn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og tæknisviðs Set, og Kenneth Breiðfjörð, forstöðumann innkaupa- og rekstrarþjónustu Orkuveitu Reykjavíkur, undirrita samningana.