Fréttir

Samanburður á styrkleika mismunandi PEX efna

Mikill munur er á eiginleikum, styrk og gæðum á krossbundnum plaströrum úr Polyethelyne hráefni.

Set notar eingöngu PEX rör af A gerð sem innra flutningsrör í Elipex vörulínu fyrirtækisins. Hinir misjöfnu eiginleikar eru viðskiptamönnum fyrirtækisins þó ljósir, einkum vegna þess að plaströrin sem Set notar eru þau bestu en jafnframt dýrari í vinnslu. Krossbundin Polyethelyne rör hafa skammstöfunina PEX sem vísar til PE með krossbindingu X. Framleiðsluaðferðirnar sem notaðar eru til að mynda hliðartengingar, PE fjölliðunnar eru mismunandi en þær eru í meginatriðum þrjár; A, B, og C. sem þær eru auðkenndar eftir.

Pex rör framleidd með A aðferðinni eru einu rörin sem öðlast krossbindingu beint í framleiðsluferlinu. Mjög fáir framleiðendur hafa yfir þeirri framleiðslutækni að ráða og er samstarfsfyrirtæki Set Rehau AG í Þýskalandi þeirra langfremst og með lengsta sögu. Samspil íblöndunarefna og geislameðhöndlun beint í framleiðsluferlinu gefur bestu fáanlegu hliðarbindingu sameinda fjölliðanna og eru rörin þrátt fyrir að vera mýkri og þjálli í tengingum og lagnavinnu með miklu hærra hlutfall krossbundinna einda í efninu en rör framleidd með aðferðum B og C.

Vissir efnahvatar eru notaðir við allar aðferðirnar en aðferð B, er einföldust í vinnslu og því lang flestir framleiðendur í heiminum á slíkum rörum. Þau rör eru hins vegar harðari og taka ekki að mynda krossbindingu fyrr en þau hafa verið geymd í hita, t.d. gufuklefum í langan tíma.

Í framleiðslu á sveigjanlegum plasthitaveiturörum hefur Set keppt við innflutta framleiðslu; rör sem hafa jafnvel ekki verið meðhöndluð með fyrrnefndri aðferð og krossbinding hefst ekki fyrr en eftir að heitu vatni er hleypt á lagnakerfið. Aðferð C er hliðstæð B nema hvað pípurnar eru meðhöndlaðar eftir framleiðslu með sérstakri geislameðferð að framleiðslu lokinni, en mjög fáar slíkar stöðvar eru starfræktar í dag. PEX plaströr eru því ekki eins að stofni og uppruna og fyrir væntanlega notendur er vert að huga að yfirburðum PEX-A röra með tilliti til langtímahita- og þrýstingsþols og ekki síður styrkleika gagnvart hnjaski og aflögun í meðförum.