image Framleiðsla fyrir Grænland image Skagafjarðarveitur

Stolt Sea Fish Farming

Set hefur unnið mikið fyrir Stolt See Fish Farming á Reykjanesi undanfarin tvö ár. Mjög ánægjulegt og traust samstarf hefur

þróast milli fyrirtækjanna um leið og Set hefur komið að tæknilegum úrlausnum í þessari stóru fiskeldis- stöð sem nýtir vannýttar auðlindir orkuvers HS orku á Suðurnesjum. Nýjasta verkefnið sem er að fara af stað hjá Set eru súrefnislagnir úr ryðfríum stálpípum. Einnig er unnið að framleiðslu á PE fæðisrörum sem sett verða upp í vor.

Eldi hófst í stöðinni í upphafi árs og hefur vaxtarhraði Senegalflúrunnar sem er sú fiskitegund sem Stolt See eru með í eldi verið umfram væntingar. Fyrirhugað er að auka vinnslugetuna á Reykanesi ekki síst vegna fyrstu vísbendinga um að heitur sjórinn sem er afrennslisvatn frá Reykjanesvirkjun henti afar vel til eldisins.

EnglishGermanDanish