image Framleiðsla fyrir Grænland

Neðansjávar fjölpípulögn

Á síðasta ári kom Set að mjög nýstárlegu verkefni fyrir Skinney Þinganes á Höfn sem er fjórföld fjölpípulögn yfir hafnarsvæðið. Verkefnið stendur enn yfir og mun ljúka á þessu ári 2014.

Upphaflega leituðu tæknimenn Skinney Þinganess til Set ehf. vegna hugmynda um að koma neðan- sjávarlögnum milli vinnslustöðva fyrirtækisins sitt hvoru megin á hafnarsvæðinu á Höfn.

Verkefnið á sér enga hliðstæðu hér á landi og sennilega óvíða annars staðar og því var um mikla tæknilega áskorun að ræða og frumraun að mörgu leyti. Lagnirnar samanstanda af fjórum

stofnhlífðarrörum 675 mm að þvermáli með fjölda annarra misjafnlega sverum rörum inn í til að flytja ýmsa rekstrarþætti. Má þar telja raforku, kalt vatn, ljósleiðara, blóðvatn, afskurð úr vinnslu og dælingu á fiski. Ákveðið var að nota Weholite profilrör í ytri hlífðarrörin og Polyethelyne rör í misjöfnum þvermálum og þykktum sem innri rör. Lagnirnar eru því allar úr sama hráefni sem er að mörgu leyti hentugt, að nota efni með svipaða eiginleika. Framkvæmdin fór þannig fram að Weholite rörunum var raðað saman og þau soðin saman

í 156 metra langar einingar. Síðan voru rörin sem fóru inn í

þau bundin saman í búnt og dregin inn í rörin. Steyptar voru 38 sökkur fyrir allar fjórar lagnirnar í einni einingu í tveimur helmingum og sökkunum raðað með 4 metra milli- bili á lögnina.

Eftir samsetningu á landi voru rörin með sökkum dregin út á höfnina og lögninni sökkt þegar hún var komin á réttan stað.

Vinnan framundan í ár mun felast í tengingum og frágangi. Þess má geta að Set hefur komið að fleiri verkefnum fyrir Skinney Þinganes undanfarið og einangraði og kápuklæddi meðal annars víðar heildregnar stálpípur og tengi- stykki fyrir Kælismiðjuna Frost sem fyrirtækið er að setja upp fyrir Skinney á Höfn.

EnglishGermanDanish