image Neðansjávar fjölpípulögn image Stolt Sea Fish Farming

Nafn

Netfang

Erindi

Skilaboð

Framleiðsla fyrir Grænland

Framhald varð á aðkomu Set að lagnaverkefnum á Grænlandi á síðasta ári eftir að fyrirtækið hóf vinnslu á sérútbúnum

lögnum fyrir danskt verktakafyrirtæki fyrir þremur árum. Á Grænlandi eru notuð sérstök frostfrí einangruð rör með upphitunarkerfum fyrir vatns- og fráveitulagnir. Hitakerfin eru rafdrifin og sérstakir sjálfhitastýrðir leiðarar eru dregnir í gegnum eirpípur sem lagðar eru utan á meginrörið inn í

Poyurethan einangruninni. Raflagnir í upphitunarkerfin eru einnig lagðar eftir plastpípum í einangrun röranna. Tengingar á raflögnunum við hita- strengina eru hafðar í samskeytum og frá þeim gengið við niðurlögn og frágang á samskeytum.

Set hefur einangrað stálpípur, PE og PP plaströr og hlífðarkápa hefur verið hefðbundin úr PE plasti en einnig úr spiralvafinni Zink húðaðri blikk kápu. Set hefur átt gott samstarf við ÞH Blikk á Selfossi í sérlausnum og sérsmíði á

tengistykkjum í þessari spíralkápu. Mikil sérhæfing í handverki, vinnu- aðferðum og véltækni hefur þróast hjá Set í tengslum við þessi óvæntu og skemmtilegu verkefni sem óvænt urðu til vegna sölustarfsemi Set Pipes GmbH í Þýskalandi en sölumaður Set í Danmörku hefur haft veg og vanda af samskiptum við söluaðila og verktaka vegna Grænlands.

Set mun áfram vinna að mörgum verkefnum í ár vegna framkvæmda á Grænlandi.

Fréttir og tilkynningar
Sölupantanir

Sölupantanir má senda á veffangið sala@set.is

Opnunartímar
Mán - fim 8:00-17:00
Fös 8:00-15:00
Set Selfossi
  • Eyravegur 41, 800 Selfoss
  • 480 2700
  • 482 2099
  • sala@set.is
Set Reykjavík
  • Klettagarðar 21, 104 Reykjavík
  • 480 2700
  • 480 2099
  • sala@set.is
EnglishGerman