Nafn

Netfang

Erindi

Skilaboð

  • Set ehf.

    Röraverksmiðja

Um fyrirtækið

Set var stofnað árið 1978 þegar fyrirtækið sem áður var Steypuiðjan hóf framleiðslu á einangruðum stálpípum. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi.

Vöruflokkar

Aðalvöruflokkar Set eru hitaveituefni, vatnsveituefni, fráveituefni og hlífðarrör en undir þá flokka falla flest allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og flytur inn. Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is

Þjónustudeild

Þjónustudeild Set hefur vaxið mikið á undanförnum árum en deildin tekur að sér hin ýmsu verkefni í samsuðu og tengingum á lögnum. Starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu af lagnamarkaðnum og vörum frá Set veitir faglega og trausta þjónustu.Námskeið við krumpun hitaveitusamskeyta

Nýverið luku þeir Steinn Þórarinsson, Gunnlaugur S. Steinsson og Rúnar Már Geirsson námskeiði hjá Set við krumpun hitaveitusamskeyta. Hér sjást þeir taka á móti viðurkenningarskjölum frá Elíasi Erni Einarssyni umsjónarmanni námskeiðsins.

Vörubílaröð í þýskalandi

Þessi vörubílaröð beið fyrir utan verksmiðju Set Pipes í Þýskalandi núna í morgun. Tveir bílar voru að koma með vörur til Set, hinir voru að fara með vörur til Rotterdam. Þaðan fara þær áfram sjóleiðina til Líbanon.


Verkefni
Opnunartímar
Mán - fim 8:00-17:00
Fös 8:00-15:00
Set ehf.
  • Eyravegur 41, 800 Selfoss
  • 480 2700
  • 482 2099
  • set@set.is
GermanEnglish