Velkomin Set röraframleiðsla Hitaveituefni Vatnsveituefni Fráveituefni Hlífðarrör Verkfæri Árlegar fréttir af starfsemi fyrirtækisins Set fréttir 2019 Smelltu hér til þess að lesa blaðið
Um fyrirtækið

Set var stofnað árið 1978 þegar fyrirtækið sem áður var Steypuiðjan hóf framleiðslu á einangruðum stálpípum. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi.

Vöruflokkar

Aðalvöruflokkar Set eru hitaveituefni, vatnsveituefni, fráveituefni og hlífðarrör en undir þá flokka falla flest allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og flytur inn. Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is

Þjónustudeild

Þjónustudeild Set hefur vaxið mikið á undanförnum árum en deildin tekur að sér hin ýmsu verkefni í samsuðu og tengingum á lögnum. Starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu af lagnamarkaðnum og vörum frá Set veitir faglega og trausta þjónustu.Fulltrúar Set á sýningu í Þýskalandi

Dagana 19. – 21. apríl var sýningin En+EFF á vegum þýska Fjarvermasambandsins AGFW haldin í Frankfurt í Þýskalandi, en sambandið stendur fyrir sýningum annað hvert ár í tengslum við ársþing sambandsins. Fulltrúar Set hafa kynnt vörur fyrirtækisins á þessum viðburðum frá árinu 2008 og var þetta því í fimmta skiptið sem Set var með bás á sýningunni. Bergsteinn…

Samanburður á styrkleika mismunandi PEX efna

Mikill munur er á eiginleikum, styrk og gæðum á krossbundnum plaströrum úr Polyethelyne hráefni. Set notar eingöngu PEX rör af A gerð sem innra flutningsrör í Elipex vörulínu fyrirtækisins. Hinir misjöfnu eiginleikar eru viðskiptamönnum fyrirtækisins þó ljósir, einkum vegna þess að plaströrin sem Set notar eru þau bestu en jafnframt dýrari í vinnslu. Krossbundin Polyethelyne rör…

Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Creditinfo hefur veitt Set ehf. viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki 2015“. Set er eitt af 684 fyrirtækjum sem hlutu þessa viðurkenningu í ár meðal 1,9 % fyrirtækja landsins. Við erum sem fyrr stolt af árangri okkar.


EnglishGermanDanish