Velkomin Set röraframleiðsla Hitaveituefni Vatnsveituefni Fráveituefni Hlífðarrör Verkfæri Árlegar fréttir af starfsemi fyrirtækisins Set fréttir 2019 Smelltu hér til þess að lesa blaðið
Um fyrirtækið

Set var stofnað árið 1978 þegar fyrirtækið sem áður var Steypuiðjan hóf framleiðslu á einangruðum stálpípum. Í framhaldi af þessu hafa bæst við ýmsar fleiri gerðir plaströra og rörakerfa, en öll framleiðsla fer fram í verksmiðjum Set á Selfossi og í Þýskalandi.

Vöruflokkar

Aðalvöruflokkar Set eru hitaveituefni, vatnsveituefni, fráveituefni og hlífðarrör en undir þá flokka falla flest allar vörur sem fyrirtækið framleiðir og flytur inn. Söludeild okkar veitir frekari upplýsingar um vörur og meðhöndlun í síma 480 2700 eða með tölvupósti á set@set.is

Þjónustudeild

Þjónustudeild Set hefur vaxið mikið á undanförnum árum en deildin tekur að sér hin ýmsu verkefni í samsuðu og tengingum á lögnum. Starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu af lagnamarkaðnum og vörum frá Set veitir faglega og trausta þjónustu.Víðari foreinangraðar stálpípur auka framleiðslugetu

Set afhenti nýlega efni í verkefni Orkuveitu Reykjavíkur vegna breytingar á legu Reykjaæðar. Um er að ræða 700 mm stálpípu í 900 mm hlífðarkápu sem notuð er til að flytja hluta Reykjaæðinnar, einnar helstu meginæðar hitaveitukerfis Reykjavíkur, til að rýma fyrir nýrri byggð. Tekinn er hlykkur á lögnina til suðurs meðfram væntanlegri byggð. Verklegur þáttur…

Velheppnað Set-mót á Selfossi

Set-mótið, knattspyrnumót fyrir yngri árgang 6. flokks, var haldið á íþróttavellinum á Selfossi um helgina. Tæplega 400 krakkar kepptu í frábæru veðri á tólf völlum í sex deildum og dreifðust verðlaunin vel á þau félög sem tóku þátt. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverri deild, bestu leikmennina í hverri deild, besta markvörðinn, besta…

Set mótið í knattspyrnu á Selfossi um helgina

Set mótið í 6. flokki í knattspyrnu verður haldið á íþróttavellinum á Selfossi um helgina þar sem um 400 krakkar munu taka þátt. Set hefur sett upp níu holu fótboltagolfvöll og leikjaþraut á vallarsvæðinu fyrir krakkana til að skemmta sér í á milli leikja. Hvort tveggja var hannað og búið til í fyrirtækinu og úr vörum frá…


EnglishGermanDanish